Sól og Sæla

Ja-hérna hér, það er aldeilis hvað veðrið ætlar að leika við okkur.     Eftir ansi annasamann dag, þá liggja allir alveg sigraðir hérna heima í kotinu.

Um leið og (stór)fjölskyldan fór fram úr í morgun þá lá það í loftinu að framundan væri stórkostlegur dagur, eftir að hafa fengið símtal frá tengdó þá vissum við hvernig leiðin lá, og hvernig við myndum verja deginum,   eftir að allir voru búnir að háma í sig cocoa-pops og hafragraut, fór frúin í snöggt bað(c.a.1.klst & 15mín,) á meðan mynduðumst við Brynjar og Agenta að koma okkur í fötin,  þrátt fyrir lágann fjölda flíka per-mann, tók það samt sem áður smá tíma að máta og sætta sig við hvaða föt væru hvað hentugust fyrir daginn.   að því loknu brunuðum við Hafnarfjörðinn til tengdó, ekki nema 40-50 mín sein umfram áætlaðann komutíma.    Sjálfur fór ég í vörubílaleik með tengdapaba, Thelma skaust að sinna smá erindi, og Alla fór með krakkana í smábíltúr.  Eftir 4. & 1/2 tíma í vörubíla og gröfuleik hittust svo báðar fjölskyldurnar í garðinum hjá tengdó, þar sem við lékum okkur í góða stund og röbbuðum saman,  enduðum á því að borða laaaang bestu hamborgara í heimi á stéttinii fyrir utan í frábærum fíling.

Ég hef tekið vel eftir því hvað veðrið í dag setti stórann svip á mannlífið, hvert einasta mannsbarn sem ég sá var brosandi út að eyrum annað hvort upptekið eða á leiðinni að gera eitthvað skemmtilegt,  alls ekkert merkilegt að taka eftir þessu sosem, en ég sá nokkrar skondnar og áhugaverðar týpur í dag sem maður myndi annars ekkert taka eftir.

  1.  sú fyrsta var  hnakki, selfyssingur, FM957.gaur, þið vitið svona Gilsenegger-týpa, ég starði á hann vegna þess hversu hrikalega brúnn gaurinn var, ég bretti upp ermunum á bolnum mínum til þess að athuga hversu mikinn lit ég væri búinn að taka, "greinilegur roði á bicepnum, hálfur hvítur,hálfur rauður ég hugsaði með mér hversu mikið ég væri búinn að vera úti í sólinni, en í samanburði við hann var ég eins og albínói.  Ég hugsaði með mér hversu kjánalegt þetta var, en komst svo að þeirri niðurstöðu að roðinn minn var authentic,  gaurinn er áreiðanlega búinn að eyða meiri pening í ljósabekki á árinu en meðaljóninn í besín, en þarna var hann í stuttbuxum og ermalausum bol, gervi ray-ban gleraugu, og með alveg óaðfinnanlega brúnku.                           Þetta er eins og að mæta á allar bílsasýningar á stolnum bíl !!!

2.  nr: tvö í röðinni var "Hressa & Opna stelpan" þessi sem valhoppar allt sem hún fer,  bara ósköp venjuleg stelpa  hoppandi um  létt á tá og brosandi  beint  út  í loftið, greinilega algjörlega ómeðvituð um allar þær hættur sem leynast út  í lífinu en tilbúin að mæta hverju sem er með bros á vör.  Ég sé enga ástæðu til þess að vera að agnúast út í hana NEMA hvað að hún var með einn greinilegann complex sem ég skil sjálfur vel, sjálsagt búin að vera í unglingavinnuni í vikunni, en annað hvort hefur hún gert þau mistök að gleyma að setja í þvottavélina undanfarna viku eða hreinlega ekki áttað sig fyrr en hún var komin út,   að bolurinn sem hún var í var minnst 4 eða 5.cm styttri en allir hinir bolirnir hennar og þar af leiðandi sást mjög greinilega röndin á ofanverðum handleggnum(bicepnum) sem hún reyndi stanslaust að toga til og víkka til þess að fela þennan greinilega mun á hendleggjunum á henni,  þetta hefði sjálfsagt sést minna ef hún hefði ekki verið í svörtum bol...

3.   Síðast en ekki síst "Vörubílstjórinn"  maður hefur margoft séð þegar að atvinnubílstjórar eru á ferð, það er engin leið að villast.  Það er eins og að hendurnar og höfuðið hafi farið til spánar og skilið restina af líkamanum eftir heima. En þessi sem ég sá í dag var búinn að átta sig þessu, hann var ber að ofan að keyra svona vörubíl sem keyrir á milli með sand allann daginn.  Þessi ágæti maður var greinilega búinn að vera að vinna alla síðastliðna viku, vaknað svo upp við vondann draum í gær,  þegar að hann sá að hausinn og hendurnar hefðu farið til spánar,  hugsað með sjálfum sér að best væri að gera eitthvað róttækt í málinu,   ber að ofan var greinilega málið,  ég vona allavegana að hann hafi verið í buxum, þegar að hann stoppaði fyrir mér og klóraði sér eitthvað þar sem ég ekki sá og brosti breitt,    en það sem var lang lang-sniðugast við þetta að í gegnum rúðurnar í sólinni sá ég alls ekkrt móta fyrir höndunum á honum og höfðinu þar sem hann var hvað svartastur, ef ekki hefði verið fyrir armbandsúr, sólgleraugu(með króm-spöng), upplituðu hárinu og hvítum tönnunum.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bros

Velkominn í heim bloggara, svoooooooooooooooooooooooo krúttlegt að sjá þig hér.

Bros, 2.7.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og vonlaust að ná myndum af þessu furðufólki ?

Halldór Sigurðsson, 3.7.2007 kl. 10:42

3 Smámynd: Garún

Ísland er stúfullt af steríótýpum......t.d hvaða steríótýpa ert þú....ég veit alla veganna hvað ég er....

Garún, 3.7.2007 kl. 13:11

4 identicon

Ef að þú ert stereo-týpa,  þá er ég svertingi Garún !

bjarnþór (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 09:11

5 Smámynd: Garún

ooooooooooohhhhhhh mig langar að vera steríótýpa.....Hvernig passa þessar:   Garún gáfumaðurinn? Garún sveitastelpan? Garún hnakkinn?  Nei það er kannski rétt hjá þér.....svona eina sem ég myndi samþykkja væri.  Garún dvergurinn.....

Garún, 4.7.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband